þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Hamfarir

Í kvöld pakkaði ég saman barnæsku minni í nokkra pappakassa.
Þar á meðal voru pleimó hús, Maddiddarbækurnar og Bert bækurnar, dúkkuföt og tvær postulíns dúkkur. Þessa hluti geri ég ekki ráð fyrir að sjá aftur fyrr en ég eignast börn og þeim verður treystandi fyrir móðurarfinum.

Ég á pínulítið bágt.

En mikið held ég að börnunum mínum muni þykja gaman að leika sér að gamla dótinu mínu... á milli þess sem þau æfa sig á píanóið að sjálfsögðu.

Engin ummæli: