mánudagur, febrúar 14, 2005

Þrír tímar eftir af deginum

...og ég er allveg að verða búin, næstum. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé gott, en þetta er allavega að verða búið. Nú á ég bara eftir að gera einn fyrirlestur fyrir klukkan níu í fyrramálið og fara í bað og velja sæt föt, því ég ætla að heimsækja sæta lækninn á morgun kl 14:20. Ég geri ekki ráð fyrir miklum svefni í nótt.
Ég verð rosalega fegin kl 15 á morgun þegar þessu er lokið, eða ekki lokið því þá fer ég náttúrulega að læra meira, eða þannig.

3 ummæli:

holyhills sagði...

helvítis ritgerðir

Anna sagði...

dæsi dæs. Ákúrat núna langar mig svo að gefa skít í þetta alltsaman og fara að sofa. Njálus liggur sofandi við hliðiná mér svo mjúkur og hlýr rigningarhljóðið á þakinu er alveg að svæfa mig.
Ef það væri ekki fyrir helvítið hann AP möller og þetta andskotans fyrirtæki hans, væri ég alveg sátt við líf mittsem einstæðingur í risíbúð með kött.
Sjáum til, kannski verð ég búin að skipta um skoðun á morgun.

Anna sagði...

Búin!