þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Þetta ætlar að verða hin furðulegasta pest. Ég er ekki með hita en er samt sem áður hund lasin, hund lasin. Ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér og ég er svo hrædd um að verða veik aftur og komast þá ekki á tónleikana á laugardagin að ég þori ekki í skólann. Ekki það að ég er ekkert viss um að ég myndi komast þangað þótt ég reyndi.
Ekki gott, ekki gott.
Ég ætla samt að reyna að skrifa ritgerð í dag og druslast á æfingu í kvöld, en ég ætla EKKI að syngja, hvorki bolludagssönginn né annað!

3 ummæli:

holyhills sagði...

það er búið að banna öllum kórmeðlimum að vera veikir á laugardaginn! Vertu því ekki með neina óþægð og láttu þér batna - STRAX!

Anna sagði...

Ok þá.

Ýrr sagði...

Engar afsakanir nema eigin jarðarför! ;)