sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ég er ömurlegur námsmaður *grát

Afhverju geri ég þetta alltaf?
Ég er bara búin að hafa tvær vikur í að skrifa ritgerð sem á að skila á morgun og ég byrjaði á henni á föstudaginn. Svo gerði ég ekkert í gær og surprise surprise ekkert í dag. Eða jú ég lá í rúminu með tölvuna í fanginu og skjalið opið fyrir framan mig. Ein málsgrein, ein!!! Oh þetta er svo leiðinlegt, svo leiðinlegt. Og ekki læri ég, nei nei þetta er alltaf svona og verður alltaf svona. Guð hjálpi mér þegar kemur að B.A ritgerðinni.

*sniff

Og svo er mér illt í eyranu.

3 ummæli:

holyhills sagði...

helvítis ritgerðir!

Anna sagði...

Truer words were never spoken

Ásdís sagði...

kannast við þetta vandamál..... Ég geri þetta alltaf