laugardagur, febrúar 19, 2005

Þið verðið að koma oftar í heimsókn

því annars mun heimilið mitt hverfa í drasli og kötturinn með, og ekki viljiði hafa það á samviskunni ha?
Sem betur fer hringdi Snjósa í dag og kom í heimsókn í kvöld, því í þetta sinn var pleisið farið að anga, illa. Ég fór út með fjóra ruslapoka, ryksugaði og eldaði kjúkling. Til að verðlauna sjálfa mig keypti ég mér túlípana og svo leigðum við Wimbleton.
Djöfuls snildar mynd; ég meina Paul Bettany og London, hin fullkomna blanda. Nú er ég orðin mjög forvitin um tennis því ég var orðin rosalega spennt (þó vissi ég allan tíman að hann myndi vinna) en ég skyldi ekki neitt. Nýjasta planið er að eignast breskan kærasta (með sorgleg augu) sem getur boðið mér á Wimbleton kepnina sjálfa og útskyrt þetta fyrir mér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jebb, góð mynd, gott kvöld... verð samt að viðurkenna að ég held að tennis sé ekki svona spnnandi og af var látið í þessari mynd :)
Snjósa