Besti dagur ársins (hingað til) rennur upp, vonandi bjartur og fagur á mánudaginn kemur, ég er búin að láta mig hlakka til í þrjár vikur. Þessi dagur er svo skemmtilegur að hann hefur náð að tegja sig yfir heila helgi. Í tilefni af þessum merka degi ætla ég að þrífa íbúðina, kemba kettinum og kaupa mér túlípana, takið eftir ég ætlast til þess að einhver annar sjái mér fyrir bollum (í fleirtölu!). Það má gerast úti í bæ eða heima hjá mér, (mér er allveg sama), ég á meira að segja kaffibolla!
Í kvöld hitti ég Louísu mína aftur eftir of langa fjarveru, hjarta mitt er helmingi léttara. Hún er hér með komin í ferðabann (a.m.k í meira en viku í senn).
Aðrar gleði fréttir: í dag sá ég í fyrsta skipti í ár míni páskaegg frá nóa siríus.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
híhíhí....eg las fyrirsognina tina daldid vitlaust fyrst....eg las...hvis jeg ikke får ikke at bolle ...så laver jeg ballade!!! ....ehemmm sem ad thydir daldid mikid annnad....hehe svo skildi eg ekkert hvad thu varst ad tala um ...thangad til jeg fattadi ad eg hafdi lesid vitlaust hahahaha;)
ja tetta er Asta bædevei;)
Pervert!
Hey, ég á afmæli á bolludeginum! Eru þetta einhver duld skilaboð til mín? Að ég sé sæt sem sulta eða.. algjör bolla:) Híhí
Hlakka til að borða bollur, kjammms
ja hér! ég var búinn að gleyma að það er bolludagur á mánudaginn. Það er gott að það er einhver til að hugsa fyrir mann.
'eg er svo vitlaus, hvað þýðir sa laver jeg ballade?
Bein þýðing: ef ég fæ ekki bollur verð ég með læti.
Hljómar ekkert rosalega vel á móðurmálinu.
Og Louísa? er ég leiðinleg, ég sem var að tala svo fallega um þig!!!!
Heyrðu skuldar Helgi okkur ekki bollur Anna? Já allvegann hálfa á mann fyrir herlegheitin í ritgerðinni!!!
Annars las ég líka bolle en ekki boller í fyrirsögninni en fattaði þetta strax!! Var bara hugsað til allra brandarann sem til eru að bolle og boller!
Hilla
Þokkalega, ég legg til að við mætum heim til hans á morgun og innheimtum!
er þetta úr einhverju lagi? "hvis jeg ingen boller får så laver jeg ballade."
mér finnst ég kannast eitthvað geðveikt við þessa setningu?!!
En ég er allavega búinn að baka bollur (hefðu kannski mátt hefa sig betur blessaðar) svo ef einhver ryðst inn til mín og heimtar bollur þá kemur hann ekki að tómum kofanum!
heli
Sko þig! þú ert danskari í þér en ég hélt.
Þetta er semsagt danskt bolludagslag, og ef ég væri ekki nær dauða en lífi undir sæng heima hjá mér þá myndi ég sko taka þig á orðinu og mæta heim til þín og jafnvel syngja það fyrir þig.
Skrifa ummæli