Mér hefur alltaf þótt karlmenn sem klæðast bæði frökkum og höttum alveg sérdeilis sjarmerandi. Enda ekki annað hægt þegar maður er alin upp á Atómstöðinni, Matador og öðrum álíka period drömum, þar sem ekki er farið út fyrir hússins dyr án þeirra.
Sjálf var ég alltaf að reyna að sannfæra föður minn um að kaupa sér hatt í hvert skipti sem við fórum og versluðum við hann Guðstein á laugarveginum, en af einhverjum átæðum var aldrei sammála mér um ágæti þesskonar höfuðfata. Þess vegna verð ég alltaf ákaflega glöð inní mér þegar ég sé gamla karla með hatt á götum borgarinnar. Á sama tíma fer ég svo alltaf að kvíða því þegar sá tími kemur, að þessir afar gömlu menn verða komnir til feðra sinna, með hattana sína.
Það er að segja þangað til í dag.
Í dag fór ég í bæjarferð í afskaplega reykvískum erindagjörðum, í bankann og á rakara stofu. Á þessu ferðalagi mínu uppgvötvaði ég að það er að brjótast fram ný kynslóð hattamanna, á aldur við mig!!! Á tíu mínútum sá ég þrjá! og ekki nóg með að þeir væru með hatt heldur var einn í frakka og annar í svona ullarvesti og flauelis jakka. EN SAMT KÚL!!!
Þetta gefur mér veika von um það að ef ég leita nógu vel, get ég fundið mér mann með sorgleg augu sem gengur í frakka og með hatt.
Já og svo sá ég líka Megas, en hann var ekki með hatt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ÉG sá líka Megas um daginn. Hann var fullur á Næsta bar og það var svitalykt af honum.... enda ekki sérlega sjarmerandi maður!
ÉG hef fulla trú á því að þú finnir mann með sorgleg augu, ef hann er ekki í frakka með hatt gefurður honum það bara í jólagjöf!
Já það er nú ekkert mál að redda jakka...öllu erfiðara að redda sorglegum augum híhí
Skrifa ummæli