fimmtudagur, mars 24, 2005

Mér tókst það, mér fokking tókst það!

Fyrsta fullorðins matarboðið mitt er í höfn! Og allt fór eins og það átti að fara. þrír réttir, af hverjum ég bar ábyrgð af tveimur.
Ok undirbúningurinn var kannski ekki allveg eins og best var á kosið, eða þannig. Ég viðurkenni fúslega að það var heimskulegt að spúla klósettið af því að ég nennti ekki að ná í tusku, þar sem það er ekkert niðurfall á gólfinu í baðherberginu. Pældi ekki í því fyrr en ég fór að velta því fyrir mér hvð ég ætti að gera vil pollinn á gólfinu (fljótfærnin sko), en þar sem maður er nú vanur stórflóðum gat ég reddað því.
Einnig var óheppilegt að eina peran í stofunni skyldi fara rétt áður enn gestirnir komu, en sem betur fer á ég nóg af kertum svo við sátum ekki í myrkrinu.
Að öðru leiti gekk þetta allt saman upp. Gamla stellið hennar ömmu fékk að sjá dagsins ljós, og guli dúkurinn og páskaungarnir gerðu þetta allt afskaplega hátíðlegt. Maturinn var ætur og vel það og ég fékk að búa til kaffi, sem var stuð. Svo ekki sé minnst á stærstu bestu súkkulaði köku í heimi.

Týbískt samt núna, þegar þetta er allt saman búið, er þáttur í sjónvarpinu sem heitir "How to throw a dinner party"
Þar er öruglega talað um hvernig á að þrýfa klósett.

7 ummæli:

Ásdís sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ásdís sagði...

Var ekki bara gaman?? Bauðstu upp á sætar karteflur ?

holyhills sagði...

congratulations my dear apprentice!

Anna sagði...

Thank you Obi Wan!

Anna sagði...

Nei lagði ekki í sætu kartöflurnar, var bara með svona báta úr pakka, en aftur á móti steikti ég nautasteikur og sauð upp alvöru rauðvínssósu, úr alvöru rauðvíni!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Anna!! Hvenær fæ ég svo að koma í mat???

Önnur spurning, hvað sagði Ásdís sem var þess vert að fjarlægja?

Hilla

Anna sagði...

Any time m'dear, any time!

Veit ekkert um þetta komment, var farið þegar ég sá þetta fyrst, svo ég er mjög forvitin.

Ásdís?