þriðjudagur, mars 08, 2005

djamm djamm ... á ótrúlega rauðum skóm!

Var að enda við að skila ritgerð, allveg á síðasta snúning og hversvegna að hætta að skrifa þegar maður er byrjaður.
Hér hef ég setið í ruslahaugnum í tvo sólahringa við skriftir, lítið sem ekkert borðað eða sofið. En ekkert vera að vorkenna mér, get allveg sjálfri mér um kennt eins og venjulega.

En ég var á árshátíð, sem var gaman. Ég var vel útbúin á rauðum háhæluðum skóm í netasokkabuxum og stuttum kjól. Getöppið entist nú ekkert svakalega vel því ég var búin að rífa úr mér eyrnalokkana (erfitt að hoppa með svona glingur) og setja fínu hárgreyðsluna í tagl (svo heitt að vera með sítt hár) og jú jú komin úr hælunum og á heppilegra skó tau (sem voru reyndar líka rauðir).
Kvöldið byrjaði reyndar vel þegar leigubílstjórinn sem flutti mig í fyrirpartí fór að flörta við mig (eiginlega var það ekkert gott því ég var skíthrædd við hann og þurfti áfallahjálp þegar ég LOKSINS komst á staðin, ég er ekki vön svona athygli). Ég jafnaði mig þó fljótt og við tók rútu ferð út í sveit, þar sem við borðuðum, hlógum, sungum og dönsuðum.
Það er skemmst frá því að segja að ég dansaði náttúrulega frá mér allt vit. Hef neblega þróað með mér danstækni, sem er mjög heppileg í edrústandinu. Hún felst í því að loka bæði augum og eyrum (ekki bókstaflega náttúrulega, annars myndi ég bara rekast á og ekkert heyra í tónlistinni) og gera bara eithvað.
Hef neblega komist að því að þegar ég er ekkert að pæla í hlutunum þegar ég geri þá er ég ekkert að pæla í því seinna. Svo nú geri ég bara eithvað og man ekkert alltaf eftir því á eftir. Snilld!
Reyndar hefur þetta það í för með sér að ég er útsteypt marblettum og skrámum sem ég kannast ekkert við, en kýs að kenna um öllu fulla fólkinu sem var alltaf að ganga á mig ;)

Að lokum vil ég nota tækifærið til að þakka nokkrum kórfélögum fyrir nokkra hluti.

Kalla fyrir að gefa mér bita af súkkulaðinu sínu
Þengli fyrir dansin og Krunku fyrir lánið
Öltum fyrir að redda snildar skemmtiatriði
Borð félögum mínum fyrir að skemmta mér yfir matnum
Ýrr fyrir að klára hvítvínsglasið sem mér var byrlað (og var næstum farin að gráta yfir bragðinu af)
Og síðast en ekki síst, þeim snillingum, bræðrum og burðardrengjum, Sigga og Helga fyrir að kippa bakinu mínu í lag, bókstaflega.

Góðar stundir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var svaka stuð! En hefðir ekki bara haft gott af hvítvínsglasinu?
Hilla

Anna sagði...

Nei!!! þetta var viðbjóður. Svo var verið að talja mér trú um að þetta væri gott með sjáfarréttarsúpunni. ugh

holyhills sagði...

hmmm! kipptum við baki í lag? ég man ekkert eftir því.. en það er alltaf gaman ef maður er að gera gagn!