þriðjudagur, mars 29, 2005

Gvuð hvað mér leiðist!

Of mikið aðgerðarleysi hefur ekki góð áhrif á heilastarfsemina. Ég er búin að vera að skipurleggja næsta vetur og var farin að fá ansi undarlegar hugmyndir;

nr.1 sell out og skrifa BA ritgerð um söngleiki (af því að það er auðveldara en að finna upp á einhverju gáfulegu á málvísindasviðinu).

nr.2 hætta í Háskólanum og fara bara að vinna, )af því að ég nenni EKKI í alla þessa kúrsa sem ég ég þarf að fara í og nenni ekki að skrifa BA ritgerð samhliða fullu námi, sem ég þarf að gera ef ég ætla að útskrifast næsta sumar. Og ef mér tekst það ekki, well then there is no point is there?)

Allavega...

Eins og venjulega gæti ég verið að skrifa ritgerð, vaska upp eða...já, þú veist.

aarg...

...................

Ég þarf að komast í vinnuna, þetta er ekkert sem ein kúkableyja getur ekki lagað.

Engin ummæli: