föstudagur, mars 25, 2005

Huggulegheit

Páskarnir eru afskaplega hugguleg hátíð, maður þarf ekki að hugsa um neitt nema páskaegg og fiskibollur, og kannski smá home improovement ef maður nennir (ég nenni því ekki í ár).

Í ár var aftur á móti huggulegt að borða kalkún og gera grín af "heimkomu" Bobbys með stórfjölskyldunni sinni. Fara í partí á árbæjarsafni og sitja í æðislegum mömmustól og ræða anatómíu karlmanna. Vaka svo alla nóttina og koma heim um leið og sólin kom upp og fuglarnir voru að vakna.

Það var líka huggulegt að keyra út í sveit eftir lítinn svefn, borða vöflur, sofa, snýkja þrjár kartöflur af frænku sinni koma svo heim og knúsa köttinn sinn.

Two more days of hugglyness to go...

Ég geri ekki ráð fyrir miklum lærdómi í páskafríinu.

1 ummæli:

holyhills sagði...

vertu þá dugleg eftir páska!