mánudagur, mars 14, 2005

Eins og frægt er orðið þykja mér húsverk alveg hrút leiðinleg..

... öll nema ein. Ég hef neblega lúmskt gaman af því að þvo og strauja. Ég er ekki að segja að ég geri endilega mikið af því, þannig (bara svona nóg til þess að geta gengið í sæmilega hreinum fötum) en ég hef komist að því að þetta er eina húsverkið sem maður getur framkvæmt á sama tíma og maður horfir á sjónvarpið. Það breytir því ekki að þetta er ansi tímafrekt verk og takmarkað magnið sem maður kemst yfir á dag.
En ekki lengur, því ég hef eignast þurkara. Og hvílíkt þarfa þing. Á nokkrum dögum hefur mér tekist að komast niður úr stóru hrúgunni sem hefur verið á svefnherbergisgólfinu hjá mér í heilt ár!!!
Mér finnst þetta svo gaman að ég er farin að hafa áhyggjur af því hvað ég á af mér að gera þegar þetta er allt búið (sem er eftir nákvæmlega eina vél af rauðum þvotti).

3 ummæli:

holyhills sagði...

þú mátt koma og þvo af mér ef þér leiðist

holyhills sagði...

ég er alltaf til í að hjálpa

Anna sagði...

Það er aldrei að vita... ef þú kemur og þrífur íbúðina mína á meðan.