Á Muggison tónleikunum á föstudagskvöldið, eða eftir tónleikana þegar vorum að dansa. Þá birtist hann, eða sveif inn á dansgólfið með annari konu. Ég fylgdist með honum þangað til við fórum og ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan. Meira að segja Kristín tók eftir honum og sá að hann væri fullkominn fyrir mig.
Ég er búin að vera að svipast um eftir kjól í allt haust, helst svörtum. En þessi var grænn. Grænn með ermum, soldið fleginn og pilsi sem sveiflast þegar maður snýst í hringi. Svona kjóll sem getur bæði verið rosalega fínn og passlega fínn, allt eftir tilefninu og skónum.
Og ég er búin að googla "A green dress" og fæ bara upp myndir af Jennifer Lopez í græna kjólnum sínum:
Og minn er ekki svona fleginn!
æi ég ætti nú að vera farin að venjast þessu, þetta er alltaf að koma fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hver er hann?
nei dúdda mía ekki vildi ég vera í svona kjól.. brjóstin myndu poppa út við minnsta tiefni
Hann er kjóllinn, hver hélstu að hann væri?? Einhver spennandi?
hahahahahahahaa..... æ ég hlakka svo til að sjá þig :)
Ekki datt mér annað í hug en að hinn fullkomni maður væri fundinn í Mörkinni en neinei... Ég fékk græna seríu í jóla-innflutningsgjöf í dag, ég skal hengja hana á þig :)
Snjósa
fórstu á mugison i århus? sástu jóhönnu?
Nei á Vega í Köben. Aftur á móti sá ég hana í HM um daginn.
og sagðirðu ekki hæ. iss
Nei hún var í símanum.
Skrifa ummæli