Ég fékk bókatíðindin 2005 send frá Íslandi í vikunni og gladdist mjög. Þessi litli bæklingur hefur verið stór hluti af jólunum mínum eins lengi og ég man eftir mér og nú hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að koma mér vel fyrir undir sæng og finna bækur sem mig langar til að lesa. Eftir fyrstu yfirferð (það þarf yfirleitt u.þ.b fimm) var ég komin með þrjár bækur sem ég er spennt fyrir og ákvað því að byrja á óskalistanum fyrir jólin.
Klukkutíma síðar var ég kominn með þetta:
Pönnukökur með jarðaberjasultuogrjóma eða sykri
Soðna ýsu með kartöflum og smjöri
Fiskbúðing með kartöflum, hrásalati og kokteilssósu
Plokkfisk og rúgbrauð
Gúllas og kartöflumús
Steiktan fisk í raspi
Bakaðann fiskrétt
Ristað brauð með smurosti
Chereeos
Bæjarins bestu með mikilli tómatssósu og kók
Kjúklingabaunabuff með hrísgrjónum og karrysósu
Lambalæri með brúnuðum kartöflum og sósu
Vöflur með rjóma
Tapas mat
Súkkulaðikökuna hennar Louí
Rúsínukökur
Hálfmána
Súkkulaði skafís
Ég held að ég þurfi að hugsa þetta aðeins betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ég skal redda súkkulaðikökurnar, ég geri það meirað segja með söng og bros á vor og óskiljanlegu röfli þess á milli ef þú ert ekki búin að lofa tollinum þínum. hugsaðu havana club eins og rottweiler hundar gerðu og hugsaðu svo um afar glaða louie ;-)
Það vill reyndar svo til að tollinum er ekki ráðstafað...ennþá.
þá bæti ég við tilboðið mitt, hálfmánar verða nánast örugglega bakaðir heima hjá mér, ég gæti alveg komið einhverjum yfir í hlíðarnar. er rommið in the bag?
ps. mér finnst þetta word verification mjög sniðugt en samt stundum ansi erfitt
eg skal sja um baejarins bestu pulsurnar med glodu gedi :)
Það er nú aldrei að vita nema maður geti reddað nokkrum pönnukökum!
fiskbúðingur er eitthvað sem ég myndi seint óska mér... ég held að kattamatur sér næringarríkari
en annars er alltaf gott að komast í gamla matinn sinn aftur...maður fer líka að njóta hans betur þegar maður hefur saknað hans í smá tíma... ég vildi fá slátur og sígna grásleppu þegar ég kom heim frá nýja sjálandi...
hmmm... ég skal... mmm... seriosið?
Snjósa
Skrifa ummæli