mánudagur, janúar 24, 2005

Herra minn trúr!

Ég er búin að fatta afhverju ég er alltaf að fá svona dónaleg bréf og auglýsingar á hotmail adressuna mína!
Þegar ég valdi mér nafn seint um kvöld í miðasölunni í Loftkastalanum fyrir fjórum árum síðan þótti mér ótrúlega sniðugt að blanda saman nöfnunum mínum í eitt og úr því varð anos33@hotmail.com.
Anos, anos!! ég var svo lítil og saklaus að ég sá ekki hverslags ónefni þetta er, það þarf bara að skipta út einum staf og þá erum við komin með allt annað og verra orð! Og síðan mín, aumingja verslings síðan mín að þurfa að bera þetta óefni, hvurslags fólk skyldi koma inn á þessa síðu *hrollur*.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að viðurkenna að ég er enn lítil og saklaus og veit bara ekkert um hvað þú ert að tala ... :)
Snjósa

Ýrr sagði...

Vertu bara fegin að það var ekki anos69 ...mwahahahahaha

litli sakleysinginn minn...thíhíhí

Nafnlaus sagði...

Já, ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekki heldur hvað þú ert að tala um!!

Fríða

Anna sagði...

Stelpur, stelpur ég sem hélt að ég væri slæm.
Anos> an_s + u =anus!!! ekki segja mér að þið vitið ekki hvað það er!
Það þurfti reyndar að benda mér á þetta sjálfri en ég er ekki viss um að ég geti gefið þetta (þ.e adressuna) upp án þess að roðna í framtíðinni.

Nafnlaus sagði...

æ já þannig...ég skil :)
Fríða Sigga

Ýrr sagði...

Ohhh, þið eruð svo saklausar!
Ég fattaði þetta strax!!!

Anna sagði...

Ýrr, kannski er spurningi, hvað segir þetta um okkur!!!