fimmtudagur, janúar 06, 2005

Í dag var ég dugleg

Ég fór neblega að versla og keypti mér föt. Ég keypti 3 peysur (grá, dökkgrá og svört) og græna leðurhanska *gleði gleði*.
Break thrugh? I think so. Peysur eru erfiðastar og mér tókst að kaupa 3 á einu bretti. En þegar ég hugsa um það hef ég verið voða dugleg að kaupa mér föt síðan í haust, veit ekki hvað er að mér. Kannski mun kvikna í fataskápnum mínum bráðum svo mér hefnist fyrir.

En það merkilegasta í þessu öllu er að það voru útsölur!

Útsölur = fullt af fólki , hávær tónlist, óregla, hiti og panik

Og mér tókst að halda kúlinu í gegnum þetta alltsaman. Venjulega hleyp ég út eins hratt og ég mögulega kemst en í dag hafði ég mér til fulltingis(eða þingis) shoping systurnar góðu og með hjálp þeirra komst ég lifandi í gegn.
Merkilegur heimur samt, búðir. Mér finnst alltaf á fólkinu sem vinnur þar að þetta sé í rauninni það sem lífið gengur út á og að síddin á gallabuxum séu í raun grundvöllurinn fyrir lífi á jörðinni. Mér sósíallistanum þykkir þetta alltaf dáldið, svona á skjön við heiminn. Ekki misskilja mig mér þykja föt ákaflega skemtileg ( ég get bara ekki keypt þau) en ég fatta ekki búðirnar. Mig vantar eiginlega svona professional shopper, þá þyrfti ég ekki að hugsa um þetta.
But eníveis, ég ætla að setja á mig grænu hanskana og horfa á alias, ég á neblega ekkert sem passar við þá.
*dæs* ég er svo dugleg :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki gott fyrir buddana ef manni finnst gaman í búðum... en til hamingju með peysunar þrjár og hanskana!!