þriðjudagur, janúar 11, 2005

Áhugaverð helgi

Það bar svo við þessa helgi að þegar ég reis úr rekkju minni og hóf morgun verkin uppgvötvaði ég að hárburstinn minn var týndur. Eftir að hafa leitað svolitla stund brá ég á það ráð að labba mig til Ömmu og greiða mér þar, en ákvað um leið að kominn væri tími á allsherjar tiltekt.
Ég er semsagt búin að vera að dunda mér við það þessa helgi. Við þetta uppgvötvaði ég tvennt (eitt gott og eitt slæmt):

1. Ég þoli allveg ótrúlega mikið af drasli, ryki og skít í kring um mig sem er ekki gott (vinsamlega komið í heimsókn sem oftast svo mér takist að halda hreinu)

2. Það er miklu skemmtilegra að taka til í rauðum háhæluðum skóm, heldur en ekki.

2 ummæli:

Anna sagði...

Downside: mér er búið að vera illt í ristinni síðann á mánudaginn.

Nafnlaus sagði...

Þú ert rugludallur.... það er gaman :) knús
Snjósa