Mikið er annars gott að eiga pabba sem kann að eld, ég er södd. Sem kemur málinu svosem ekkert við.
Eftir þessa helgi er ég lurkum lamin bæði á sál og líkama. Sálin þó óðum að ná sér og restin með (fyrir utan tvo marbletti og aumt hné).
En hef ég þó lært nokkuð;
- Adrenalín er ágætis vímugjafi,
- ég er ekki góður dansari (sem skiptir ekki máli þegar maður er í vímu)
- það borgar sig ekki að reyna að vera góður nágranni.
Vildi bara deila þessu með ykkur.
3 ummæli:
Hvað gerði nágrannin þér eiginlega???
Vona að enginn hafi farið illa með sálartetrið í þér um hlegina þó þú segist vera jafna þig!
Hilla
hehe hvad varstu eiginlega ad gera um helgina?
Asta
Sálinni var slept lausri sem aldrei fyrr. Greyið höndlaði ekkki frelsið og fékk snert af víðáttubrjálæði, mun væntanlega ekki þora fram í dagsljósið fyr en um páska, nema hún verði lokkuð fram sérstaklega.
Skrifa ummæli