föstudagur, janúar 07, 2005

Ég er ástfangin

Ég vildi ekki segja neitt strax en ég stenst ekki freistinguna. Ég sá hann í gær og ég vissi strax að hann væri ætlaður mér. Mig dreymdi hann í nótt og get ekki gleymt honum.
Hann er rauður og nettur, með háum hæl og mjórri tá. Það besta er að hann á bróður og saman kosta þeir 2990 í skóbúðinni í Sautján.

Verst hvað ég er treg við að borga.

Engin ummæli: