laugardagur, janúar 29, 2005

Sumarið 2005

Faðir minn og einkabílstjóri tilkynnti mér í gær upp úr einsmannshljóði að hann væri hættur að ferðast með mér til útlanda, og ég sem hélt að ég væri svo skemmtilegur ferðafélagi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun var orðuð nákvæmlega svona

"þú ert orðin of gömul til að hanga í pilsfaldinum á pabba þínum endalaust"

Ég veit! pabbi minn í pilsi! ugh!
En allavega eru ferðaplön mín fyrir 2005 í uppnámi. Ég ætla neblega til London í lok júlí að sækja nýju Harry Potter bókina og núna vantar mig ferðafélaga. Hver vill koma með??
Ég er afskaplega þægileg á ferðalögum, get látið lítið fara fyrir mér og hef áræðanlegar heimildir fyrir því að vera voðalega skemtileg!!. Auk þess er ég heimavön í London, tala góða ensku, frábær guide og þess háttar. Get útvegað meðmæli ef þess er óskað.
Kröfur mínar eru ekki miklar, mig vantar aðalega einhvern til að borða með af því mér finnst svo leiðinlegt að borða ein. Annars þarf ekki að hafa mikið fyrir mér.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú býður þá skal ég koma með!!!

Nafnlaus sagði...

Bósóinn ég gleymi alltaf að skrifa nafnið mitt undir!! Þetta var sem sagt Hilla sem skrifaði áðann og núna!

Anna sagði...

Hildur! þetta er svindl! ég verð alltaf rosa glöð þegar ég sé anonymus og ég að ég sé líka búin að eignast leinilegann aðdáanda og svo ert það bara þú!!
Ekki það að þú sért ekki frábær.
Og fyrst þú spyrð þá var nú ekki inni í fjárhagsáætlinunni að bjóða en ef ég skyldi vinna í lottóinu sjal ég hugsa til þín, þú ert líka fín svona í útlandinu.

Anna sagði...

Og ég er sko ekkert að grínast, mig vantar í alvöru einhvern til þess að fara með.

Telma sagði...

Ég er svo spennt að lesa næstu Harry Potter bók og ég hef bara einu sinni komin til London (í rúmlega sólarhring og sá eingöngu Oxford Street) svo ég skal endilega koma með! :)

Nafnlaus sagði...

Ég skal lofa hér eftir að reyna bæta mig í þessu með að skrifa nafnið mitt undir kommentin. ég gæti náttlega líka skráð mig inn og kommenta ég er bara svo löt að ég nenni því ekki....

Þakka líka falleg orð í minn garð!!

Annars skal ég allveg koma með þér til London vantar allveg að heimsækja london almennilega hef bara komið þangað örstutt!! Spurning er bara um fjármagn!! Ég er nebbleg að fara til Ítalíu um páskana!!

Hilla