miðvikudagur, janúar 05, 2005

Úúúú gleymdi...

Nei annars, gleymdi því ekki, var meira svona að uppgvötva þetta aftur. Ég fékk neblega verkfæra kassa í jólagjöf, svona alvöru fullorðins grænann kassa með alskonar töngum og skrúfjárnum og svoleiðis. Málið er að ég hef ekkert þurft að nota svona græjur síðan ég fékk hann svo ég hef ekkert skoðað þetta almennilega, fyrr en í gær. Í gær keypti ég mér skáp og þegar ég kom með hann heim þurfti að mæla hann ( já ég veit maður á að mæla ÁÐUR en maður kaupir) og þá opnaði ég kassann því ég vissi að þar leyndist málband.
En vá það er svo miklu, miklu meira. Boj ó boj það er allt í þessum kassa; skrúfjárn með alskonar hausum, hamar, sexkanntar, svona stálhringir sem ég veit eki til hvers eru, stór töng og lítil töng, töng sem getur minnkað og töng sem getur stækkað, þjöl, málband og...dúkahnífur!!!. Þetta er æði og ég er strax farin að skipurleggja framkvæmdir sumarsins. Ég er svo spennt að ég gæti jafnvel byrjað strax í páskafríinu, húrra!!!
Í tilefni af því er ég að byrja að safna flísum, ef einhver á gamlar físar (allveg sama hvernig (litur, stærð, áferð) eða veit um einhvern sem á svoleiðis og vill losna við þær skal ég alveg nota þær.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahh akkúrat kassi eins og mig vantar. ég á bara eitt gamalt skrúfjárn og einn lítinn hamar heima.

Nafnlaus sagði...

ahh akkúrat kassi eins og mig vantar. ég á bara eitt gamalt skrúfjárn og einn lítinn hamar heima.
Helgiheidar

Anna sagði...

hmmm ætlaði að bjóða þér að fá það lánað, en svo skoðaði ég topplykla settið aftur (var að muna hvað þetta heitir en veit samt ekki hvað þetta gerir) og núna tími ég því ekki. en ég skal sýna þér mynd af því og jafnvel segja þér hvar það fæst.