fimmtudagur, janúar 27, 2005

Út er komin bókin...

Warning!!! the following post is not politically correct and might offend some readers.

Einu sinni sem oftar á miðvikudagskvöldi sat ég (einstæðingurinn) heima og horfði á sjónvarpið. Vill þá svo til að sá "öndvegis þáttur" Oprah fer að renna yfir skjáinn. Þar var verið að kynna bókina 'He's not that into you' eftir eithvað fólk í Ameríkunni. Þassi bók fjallar um hugar heim karlamanna þegar kemur að ástarsamböndum og þessháttar.
Daginn eftir birtist stutt kynning á þessari sömu bók í Fréttablaðinu:

" Í bókinni er farið rækilega yfir samskipti kynjanna og hvernig má lesa í hegðun karlmanna þegar fólk er að kynnast"

Sem sagt náttúrulífsbók um karlmenn, einmitt það sem mig vantaði.
Meðfylgjandi var svo listi, og afþví að ég hef áður birt leiðbeiningar um það hvarnig stelpur flörta við mikinn fögnuð ætla ég einnig að stela þessum lista (commentin eru frá mér komin).

Aaaand I quote;

  1. Ef hann er virkilega spenntur fyrir þér þá býður hann þér á deit. (feimni og óframfærni virðast ekki tekin gild og geri ég því ráð fyrir að svoleiðis fyrirfinnist ekki í hugarheimi karlsins)
  2. Ef hann er skotinn í þér hringir henn eða sendir sms. (cool, ég er í símaskránni)
  3. Ef hann er skotinn í þér langar hann að fara í sleik við þig. (en ekki hvað?)
  4. Hann er ekki skotinn í þér, (ég endurtek ekki skotinn í þér ) ef hann vill bara hitta þig þegar hann er fullur.
  5. Hann er ekki sérlega spenntur fyrir þér fyrir þér ef hann hættir með þér. (óóó.. og ég sem hélt að...)

Ok ég verð að viðurkenna að þetta er svolítið brútal en á sama tíma einfaldar þetta lífið til muna (ég hélt samt ekki að þið væruð svona einfaldir greyin mín). Boðskapurinn virðist vera sá að það er allveg sama hvað kvenndýrið gerir if he's not into you he's not into you, svo það er best að reyna sem minnst.

Og þar hafið þið það, þið þarna karlmenn. Við bíðum...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hefur nú löngum verið sagt að karldýrið sé einfaldar en kvenndýrið... En segir þetta ekki allt um bókina frekar en karlmenn??
Hilla

Birna Kristín sagði...

Hahaha, þvílíkar upplýsingar! Hm, ætli höfundurinn hafi tekið doktorsgráðu í þessu?? Kannski er bókin út komin til að stöðva hinn flókna hugsanagang kvenna sem vill gjarnan hætta að sjá augljósu hlutina fyrir öllum ímynduðu óljósu hlutunum?
Ameríka sko