Ég eldaði!!
Þrátt fyrir mikið kvart og kvein á opinberum vetvangi hefur enginn boðið mér í mat, og bbc food hefur ekki alveg verið að gera sig upp á síðkastið. Svo ég ákvað að elda, sjálf.
Ég eldaði plokkfisk.
Þökk sé matreiðslu bókinni sem ég fékk í afmælisgjöf sauð ég ýsu og kartöflur, steikti lauk og BAKAÐI UPP SÓSU (ég var að læra hvað það heitir). Því miður fattaði ég ekki að uppskriftin í bókinnni er miðuð við fimm manna fjölskyldu en ekki einstæðing* í hlíðunum þannig að ef þið eruð svöng þá vitiði hvert þið eigið að koma.
Nú vantar mig bara einhvern til að vaska upp.
*(skv tryggingarstofnum er ég einstæðingur afþví að ég á hvorki mann né börn og Njáll flokkast víst ekki sem fjölskylda, sem er náttúrulega fáránlegt !).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég ætti kannski að líta við - hef nefnilega aldrei smakkað plokkfisk - ætti samt kannski ekki að byrja á því svona á gamalsaldri :)Fríða
Vó hvað var commentað svona slæmt að það var tekið út???
Annars til hamingju Anna!!! Þégar ég verð einstæðingur þá skal ég bjóða þér í mat!!
Hver þá ?
Ég hélt að einstæðingur(eða einhleipingur) væri kona í risíbúð með kött...
Sko í mínum huga eru einstæðingar gamalt fólk sem á engan til að hugsa um sig og engan sem þykir vænt um þá og lifa á soðnum fiski (geta mögulega átt kött. Ég aftur á móti er eithvað miklu, miklu fínna og betra.
En þó ég sé ný farin að sýna meistara takta á þessu sviði (þ.e.a.s að elda) mun ég aldrei slá hendinni á móti matarboði.
Það var ég, hún Hilla sem skrifaði hjá þér að ég skildi bjóða þér í mat þegar ég væri orðin einstæðingur!!! Fannst þetta bara svo fyndið með að vera einstæðingur hjá Tryggingastofnun ef maður býr einn og kötturinn telst ekki sem fjölskylda. Þannig þegar ég flyt og bý ein þá skal ég bjóða þér í mat!! Tveir einstæðingar!
Annars skal ég allveg bjóða þér í mat þó ég verði ekki einstæðingur!
Hilla
Nema að þú viljir koma að fá þér plokkfisk
Og þetta er djöfull ósanngjarnt með köttinn!!!
Skrifa ummæli