miðvikudagur, apríl 13, 2005

Our house, its a very very very nice house...

Ég elska íbúðina mína. Hún er nákvæmlega eins og ég vil hafa hana, nema að ég myndi ekki slá hendinni á móti sturtu. Þessvegna varð ég rosalega sár fyrir hennar hönd þegar maðurinn sem kom að skoða hana í dag sagði að hún væri í sæmilegu ástandi.
Sæmilegu!!! Hún er í fokking brilliant ástandi miðað við að ég bý í henni! ég var meira að segja búin að taka til specially

Annars átti ég brakethrough moment í dag, ég hafði tekið með mér smjör inn í stofu á meðan ég var að borða og nokkru seinna á meðan ég var að horfa á sjónvarpið varð mér litið á smjörið og hugsaði á sem oft áður að ég þyrfti eginlega að fara með það inn í ísskáp. And what do you know, ég stóð upp og fór inn í eldhús með smjörið og setti það inn í ísskáp!!
Nú þyrfti ég bara að gera slíkt hið sama við Freskað mitt.

Mig langar í appelsínu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

arg .....ekki tala um islenskt smjør!!
Eg fæ alveg vatn i munninn ..júmmí!!!

Ásdís sagði...

og fáðu þér þá appelsínu !!!!

Anna sagði...

Þetta var létt og laggott ásta mín ekki alvöru smjör, og ég á ekki appelsínu. Það er ekkert nema ein freska flaska létt og laggott í ísskápnum mínum :(

Nafnlaus sagði...

Bíddubíddu eruði að fara að selja íbúðina? omg

Anna sagði...

Nei nei elskan mín ég geri það nú ekki svo auðveldlega. En...eftir nokkrar tilraunir til íkveikju og flóðahættu af minni hálfu hefur faðir minn (af sinni alkunnu visku) kosið að tryggja eignina, svona til öryggis.

Nafnlaus sagði...

fáðu þér tvær appelsínur alltaf í einu.. ég er búinn að fatta það.. eykur manni orku mikið o.s.frv.

þá verður ferð úr sófa í ísskáp með smjör og mjólk og slíkt, næstum bærileg..

láttu það enda í 10 appelsínum á viku er mitt ráð.

heli