sunnudagur, apríl 10, 2005

Mig langar svo í Kók...

Fyrsta vikan var eiginlega ekkert mál, önnur vikan virðist ætla að verða aðeins erfiðari. Sem er óheppilegt því ég þarf aldeilis að halda mér vakandi næstu daga. Þetta ekki ekki svo mikið hausverkur eða líkamleg einkenni, heldur langar mig svo mikið í.

Ég er að hugsa um að drífa mig í fermingarveislu til að hressa mig við. Kannski fer ég jafnvel í rauðu skónum svona til þess að gleðja mig.

.........................

Update:

Þegar ég ákvað að fara í femingarveislu var ég búin að gleyma því að ég virðist vera búin að týna hárburstanum mínum, svo ég greiddi mér með kambnum hans Njáls, I know I know.
Svo var ég líka búin að gleyma að það var risa gat á svörtu nælonsokkabuxunum, og þar sem ég hafði bara tíu mín til að mála mig, greiða mér og allt hitt, makaði ég bara naglalakki á lærið á mér. Það hélt og enginn sá gatið en nú eru sokkabuxurnar fastar við mig
Ég gerði heldur ekki ráð fyrir því að það væri kók í boðinu...see where I´m going with this?

Ég féll! Ég drakk tvö kók glös og þau voru æði, en nú er ég hætt. Lofa.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en kók er gott!

Anna sagði...

Ég veit það!
(nú vantar sárlega broskallafídusinn á þetta komment dót, en ef það væri til staðar myndi ég setja inn grátandi kall)

Ýrr sagði...

Má alveg drekka kókið... bara meðan maður kaupir það ekki sjálfur ;)

holyhills sagði...

wtf!!
"makaði ég bara naglalakki á lærið á mér. Það hélt og enginn sá gatið en nú eru sokkabuxurnar fastar við mig"

Ef maður lifði nú svona spennandi lífi!

En varðandi kókið..
1)Aldrei kaupa það sjálf!
2)Ef þér býðst, í veislum og slíkt, drekktu aldrei meira en eitt glas!
3)Fáðu þér ískalt og gott vatn ef kókþörf segir til sín og hugsaðu annað tveggja: "djöfull var þetta gott kók!" eða "djöfull er vatn mikið betra en kók" - mæli frekar með því fyrra - að ímynda sér að þú sért að drekka kók og njóta vatnsins í botn.
4) Skál!
5):'( er grátarmerkið btw

Anna sagði...

Takk fyrir ráðleggingarnar, þær eru vel þeignar (þeygnar, þeiggnar???).

Og svo ég útskýri nú þetta með naglalakkið, þá er gott ráð ef það kemur lykkjufall á sokkabuxur að pensla nagglalakki (helst glæru) á það sem þar með stoppar fallið. Það fer allt eftir stærð gatsins hversu mikið naglalakk þú þarft: lítið gat = lítið lakk og öfugt. Mundu þetta næst þegar þú ferð í partí í nælon sokkabuxum.

Fyrir áhugasama, þá er ég búin að losa sokkabuxurnar og finna hárburstan.

holyhills sagði...

þegnar Anna þegnar!!

Anna sagði...

já, eða það.