fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Mér skilst að skátarnir hafi ekki frosið í hel niðrí bæ eins og venjulega sem er ánægju efni. Ég er samt fegin að ég skyldi hafa tekið forskot á sæluna og fagnað komu sumars á þriðjudaginn, það var líka mun betra veður þá.
Annars er ég að bíða eftir því að fá sumargjöf, skil ekki trassaskapinn í foreldrum mínum að vera ekki löngu komin færandi hendi með sápukúlur eða nýja sumarskó!

Og svo langar mig rosalega í lummur eða pönnukökur með sultu og rjóma eða eitthvað, svona til hátíðarbrigða.

7 ummæli:

holyhills sagði...

ég er næstum því farinn að baka lummur, svona þegar þú minnist á þær.. en

Anna sagði...

En hvað?!?!?

holyhills sagði...

æ þúst..

Nafnlaus sagði...

ég var næstum því ´buin að baka pönnukökur á sumardagin fyrsta en lét það ógert. Ég skal baka pönnsur einhvertíman í fríinu mínu fyrir þig!

Anna sagði...

Það væri fallega gert! :)

Nafnlaus sagði...

mér finnst ekki fallegt að egna vinkonu sinni svona, hún grætur yfir lummulöngun og þá minnist einhver á að ætla kannski...kannski ekki að baka lummar. hvað á þetta að þýða? andstyggilegt.

louie

Nafnlaus sagði...

ég fór á stúfana of fann lummu uppskrift á google, þetta er víst barnauppskrift þannig að meira segja þeir sem brenna kartöflur eiga að geta þetta ;-)

1 dl heilhveiti / 1 dl haframjöl / 1/2 tsk lyftiduft / 1/8 tsk salt / 2 tsk púðursykur / 1 dl + 1 msk mjólk / 1 msk matarolía / 1 egg / 1/2 dl rúsínur (má sleppa).

persónulega mundi ég sleppa haframjölinu, nota bra venjulegt hveiti og nb það voru ALDREI notaðar rúsínur á mínu heimili

louie

http://www.annall.is/pb/2003-09-10/22.00.15