þriðjudagur, apríl 26, 2005

Nothing to lose sleep over

Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég setti á mig maskara og fór af stað í prófið í háhæluðum stígvélum, eða kikkið sem ég fékk af því að skrifa með græna glimmerpennanum mínum á bleikt blað, sem olli því að þetta varð ekki svo slæmt. Allavega virtist prófdómarinn sáttur við mig, og þó ég hafi komið titrandi og skjálfandi inn í prófið þá kom ég nokkuð stöðug út.
Til að fagna sjálfri mér, ákvað ég að fá mér göngutúr niðrí bæ og skoða endurnar, því það er mín skoðun að endur séu fyndnustu dýr sköpunarverksins, og svo var svo gott veður að ég nennti ekki heim strax. Sem ég gekk meðfram tjörninni og velti því fyrir mér hvort ég ætti að koma við í búð og kaupa skóáburð og pússa stígvélin mín, fékk ég mjög svo undarlega tilfinningu í hægri fótin. Svona eins og þegar maður missir tönn nema öðru vísi.
Hafði ekki fokkings hællinn hrokkið undan skónum mínum!!!
Þetta þýddi að ég fékk að skakklapast á einum fæti í gegnum allan miðbæinn og heim, í sólinni og góða veðrinu og ólíkt asnalega kærustuparinu sem gekk á eftir mér þá fannst mér þetta ekkert fyndið!! Nú á ég engin stígvél lengur.
Á móti kemur þó að ég þarf ekki að eyða pening í skóáburð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ææææ en ja , gott hja ter ad lyta a bjortu hlidarnar:)

Nafnlaus sagði...

en aðalmálið er nú að þú ert búin með fyrsta prófið, ekki satt!

Anna sagði...

Jú...en mig vantar samt stígvél :(

Nafnlaus sagði...

Sko þegar þú ert búin í prófum þá kaupirðu þér bara ný stígvél og labbar um á þeim í góða veðrinu í sumar!!

Annars skil ég ekki fólk sem fer sjálfviljgut niður að tjörn..... var það ekki bara geðveik gæs sem beit hælinn undann stígvélinu??

Anna sagði...

Nauts það var sko engin gæs! hællinn losnaði upphaflega þegar ég datt útúr rútunni á leið á árshátíð hásk. kórsins í fyrsta sinn.