þriðjudagur, apríl 19, 2005

Nú er vetur úr bæ...

Yndislegt, yndislegt. Ég labbaði til Ömmu í dag og þegar ég hafði sinnt skyldum mínum þar tímdi ég ekki að fara heim svo ég labbaði niður í bæ. Á svona dögum kemur borgarbarnið margfalt upp í mér og mér finnst bærinn minn fallegasti staður í heimi.
Ég ákvað að halda uppá sumardaginn fyrsta aðeins fyrr í ár og fór og fékk mér pulsu á Bæjarinns bestu, settist á bekk og horfði á sjóinn, skipin og Esjuna. Stelpan í Eymundsson var líka komin í sumarskap, búin að lita hárið á sér skærbleikt og alles, allur bærinn virtist vera í góðu skapi.

En sumarið blítt kemur fagurt og frítt...

Mér fannst þetta líka góður dagur til að prófa eitthvað nýtt, svo ég keypti sprite zero, appelsínu og SKYR.IS MEÐ PERUBRAGÐI. Og svo keypti ég líka stærstu agúrku í heimi bara afþví að hún var svo stór, ég og afgreiðslumaðurinn hlógum mikið af henni.

Svo gaman.

...meður fjörgjafarljósinu skæraaaaa!

7 ummæli:

Ásdís sagði...

Gott að þú ert í svona jákvæðu skapi

Anna sagði...

Já það er gaman. Verst bara að það kemur í veg fyrir að ég læri nokkurn skapaðan hlut.

Nafnlaus sagði...

bærinn þinn? bærinn þinn?!! hvaðan ertu? sauðárkróki

louie

Anna sagði...

Ég var að reyna að vera rómantísk, "borgin mín" var bara ekki að virka.

Nafnlaus sagði...

En gaman að lesa jákvæð blogg...ekki mikið um þau á þessum tíma. Yndislegt veður í dag - maður gat spjallað úti án þess að krókna úr kulda og það er sko framför :)

Nafnlaus sagði...

Ummm já yndislegt veður!! Ég mætti einmitt nokkrum HRingum fyrir utan kringuluna í sólbaði að drekka bjór í gær!!

Ýrr sagði...

Geeeiiiisp. Ég er ekki svona jákvæð og er bara í ruglinu.

En ég elska samt BORGINA MÍNA. Fallegasta borg í heimi.