mánudagur, apríl 18, 2005

Trend setter

Það eru greinilega fleiri sem lesa mig en ég gerði ráð fyrir. Ég átti leið um Hagkaup fyrr í dag og ákvað að labba mig framhjá svörtu renndu peysunum sem ég minntist á. Bara skoða notlega, budgettinn rúmar ekki lúksus eins og föt, and what do you know...allt búið! Ég hef greinilega áhrif víða. Kannski ég ætti að gera nánari útlistingu á því sem mig langar í, svona fyrir ykkur þarna úti? Nei annars þá yrði ekkert eftir handa mér.

En sem betur fer voru en til nokkur dömuhjól með körfu. Verð að eignast svoleiðis, so please ekki klára þau líka!

2 ummæli:

holyhills sagði...

Er ekki bara fínt að þetta klárist? Þá freistastu ekki til að kaupa þessa hluti.

Anna sagði...

En mig langar svooo...