Ég er ekki en búin að ganga frá sparistellinu hennar Ömmu, síðan úr matarboðinu um daginn. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að pakka því aftur niður í kassa, eða koma því fyrir einhverstaðar, ef ske kynni að ég þyrfti að nota það bráðlega. Sem ég var að velta þessu fyrir mér, mundi ég allt í einu eftir tómu hillunni í fataskápnum mínum og ákvað að það væri góður staður fyrir postulín.
Ég er öruglega eina manneskjan á landinu sem geymir stellið sitt í fataskápnum sínum.
But I didn't stop there...Af einskærum ótta við að pabbi minn finni upp á því að siga Möggu hinum megin á mig með kamerurnar til að kenna mér að þrýfa, ákvað ég að grynnka aðeins á dótinu í eldhúsinu mínu. Þannig að núna hef ég bara aðgang að einum disk, tveimur glösum og tveimur settum af hnífapörum, restin fór sömu leið og Ömmustell.
Nú verð ég að vaska upp :D !!!
mánudagur, apríl 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég geymdi skólabækurnar mínar inn í fataskáp
Já ég er með örbylgjuofn við hliðina á rúminu og kaffikönnu, það er örugglega ekkert mjög algengt.
Á sama borði er líka verkfærageymslan mín - já og prentarinn minn.
örbylgjuofninn við hliðina á rúminu? plís segðu að það sé vegna plássleysi en ekki leti
louie (litla diskó díva sem geymir diskó-spegla-kúlu í skápnum sínum)
Skrifa ummæli