Mér hefur verið tjáð að hrakfarir okkar Hákonar séu farnar að fylla aðeins of mikið á þessu bloggi svo ég ætla ekki að segja ykkur frá blöðrubólgunni minni, húsfundinum sem ég fór á í gær eða þegar Hákon hóstaði lakeroli upp í nefið á sér (það var víst ekki þægilegt). Ég ætlaði reyndar alltaf að segja frá vorinu en svo kom bara vetur aftur svo það verður að bíða betri tíma.
Hins vegar get ég sagt frá símtalinu sem við fengum aðfaranótt þriðjudags frá föður BiggaogÝrrasronar til að láta vita að hann væri kominn í heiminn. Það var sko skemmtilegt símtal og svo er hann sætur líka. Við drifum okkur að sjálfsögðu í bæinn daginn eftir til að fá okkur steik honum til heiðurs og að kaupa gjöf handa honum.
Magnað samt hvað mér þykja barnaföt lítið skemtileg. Það er alveg til vandræða því í kringum mig fæðast börn eins og ég veit ekki hvað. Þetta er náttúrulega mikið gleði efni, en fyrir vikið er ég búin að skoða mikið mikið að barnafötum og aldrei fundið neitt sem ég er sátt við. Aumingja börnin mín verða alltaf að vera nakin.
Í öðrum fréttum er það helst að mig langar í Nóakonfekts páskaegg.
(úff hvað ég skrifa leiðnleg jákvæð blogg)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Er Nóakonfektpáskaegg eitthvað spes? eitthvað öðruvísi en hin.
það er með konfekti í, meira veit ég ekki, ég sá bara mynd af því á noi.is
Ok þá, ég skal bara kaupa fullt af fötum á börnin þín - eða Soffa ef í harðbakkann slær, alltaf hægt að treysta á hana í sjopping :)
Kærlig hilsen, Frida
það er hægt að gefa litlum börnum ýmislegt annað en föt...
Já já við reddum þessu líka yfirleitt öðruvísi, en ég byrja alltaf á fötunum í von um að ég finni eitthvað sem ég fíla.
þú ert svo heppin að ég las bloggið hér fyrir ofan á undan þessu hérna. annars hefði ég verið hætt að lesa þetta! for good! annars veit ég afhverju þú ert svona óheppin, það skín í gegnum bloggið þitt, karma er að bíta þig í rassinn. þú ert t.d. búin að ákveða að borða páskaeggið hans hákons! það er mjög ljótt í augum karma (og þeim sem ætla líklegast að fórna páskaegginu þetta árið)!
Heyrð hvað er ekki jákvætt við þetta blogg??? það koma bæði börn og súkkulaði fyrir í því! Svo borða ég ekki það súkkulaði sem Hákoni finnst gott og hann ekki það sem mér finnst gott svo öll páskaegg fá að vera í friði.
Skrifa ummæli