laugardagur, mars 03, 2007

Ég er að farast því mig langar svo í póstulíns páskaegg með blómum frá Royal Copenhagen. Mér finnst þetta hræðilegt, annars vegar vegna þess að þetta er mjög skýrt merki þess að ég er að verða fullorðin gegn vilja mínum og hins vegar vegna þess að ég þoli ekki þegar mig langar í eitthvað sem ég hef ekki efni á, og sérstaklega þegar það merkjavara.

Ég hef því tekið málin í mínar hendur og reddað mér penslum og málningu, og Hákon er búin að fá skipun um að borða mikið af omelettum á næstu dögum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

POSTULÍNSEGGIN ERU ROSA SMART. VERÐAÞIN EINS FLOTT?

Anna sagði...

flottari!

Ýrr sagði...

postulín.... er það ekki eitthvað svona klósett eitthvað...?