laugardagur, mars 17, 2007

Á einni viku er Hákon búinn að brenna sig illa á hendinni, láta fugl skíta á sig og ég er búin að detta í stiga og missa huge þunga plötu á ristina á mér. Ég er ekki viss um að við þorum út í næstu viku, kannski dettur klósett á hausinn á okkur.

Ég er að segja ykkur, 2007 er vonlaust ár.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En ef þú skildir fá stórt nóa páskaegg???

Anna sagði...

Þá borða ég það bara.

Nafnlaus sagði...

en það er gæfumerki að láta fugl drita á sig.

Hakon sagði...

Þetta er í annað sinn. Er þetta kannski gjaldið fyrir að fá Önnu?

Lára sagði...

nei heyrðu ég var sammála þér með árið 2007 framanaf - það sökkaði - hins vegar áttaði ég mig allt í einu á því að þeim mun jákvæðari sem maður sjálfur er þeim mun betri hlutir henda mann....jááááá væmið ég veit EN eftir að ég tók upp jákvæðan hugsanahátt þrátt fyrir öll ömurlegheit á fyrsta hluta ársin, hafa hinir ótrúlegustu hlutir gerst!!!! Ótrúlegustu!

Svo slagorð dagsins er: Jákvæðar hugsanir gulli betri!

Anna sagði...

æi ég veit ekki hvort jákvæðar hugsanir hjálpi nokkuð fasteignamarkaðinum í DK sem er að hrynja, en ég skal reyna.
Ég skal m.a.s gefa þessu ári séns ef ég kemst lifandi frá komandi flugferðum

Unknown sagði...

Anna mín. Farið bara og málið ykkur frá þessu. En þetta er náttlega ekki hægt, fjandans óheppni, svo þetta með hjólið og allt í janúar....

Nafnlaus sagði...

Ef fasteignamarkaðurinn í DK er að hrinja en verðið hækkar bara og hækkar hérna þá ætti ég kannski að kaupa mér frekar íbúð í Kaupmannahöfn?!??...

Anna sagði...

svo sagði mogginn og ekki lýgur hann