mánudagur, október 31, 2005

"Anna talar við Bankok" (eða "Íslandingar í útlöndum")

Imagine if you will.

Frímínútur í anatómíu og Anna situr á aftasta bekk og maular rúgbrauð með kjúling og spjallar við Rannveigu, bekkjarfélaga and fellow countrywoman, undir klið danskra bekkjarsystra.
Kennarinn ( Viggó, yndislegur yfirlæknir í háls nef og eyrnalækningum af gamla skólanum) talar í símann. Viggó þessi er giftur íslenskri konu sem er ástæðan fyrir því að við sitjum svona aftarlega, hann skilur íslensku.
Eftir smá stund verður Anna vör við að Viggó hefur staðið á fætur, enn í símanum, og virðist stefna í áttina til hennar.


Viggó: Hvordan siger man "bleksprøjte" på islansk
Anna: Hvad?
Viggó: Bleksprøjte
Anna: Ha! bleksprauta?
Viggó reynir að endurtaka orðið í símann en gefst fljótlega upp.
Viggó: Kan du ikke lige sige det til min søn?
Réttir Önnu síman.
Anna: Uuu
Anna: (tekur við símanum) Halló?
Sonurinn: Halló, hvernig segirðu þetta?
Anna: uu Bleksprauta?
Sonurinn: Segir maður bleksprauta?
(í bakgrunninum heyrist önnur karlmannsrödd segja mumble mumble smokkfiskur mumble mumble)
Anna (kveikir á perunni): hérna... hvað ertu annars að tala um?
Sonurinn: æi svona squid
Anna: jaaá, já já það er smokkfiskur.
Sonurinn: í alvöru?
Anna: já
Sonurinn: heyrðu ok, takk fyrir það.
Anna: Ekkert mál.
Sonurinn:ok bæ
Anna: Bless

Anna Skilar símanum og feðgarnir kveðjast.

Anna: uuu hvem var det?
Viggo: Det var min søn, han læser i Bankok. Hvad var det han ville vide?
Anna: Bare hvordan man siger bleksprøjte på islansk.

Íslendingar í útlöndum. Við finnum alltaf hvert annað, meira að segja þegar við erum í sitthvorri heimsálfunni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hösla soninn

Nafnlaus sagði...

Já, tad liggur náttúrulega beint vid

Ýrr sagði...

hahaha, frábært

ég elska íslendinga í útlöndum

Nafnlaus sagði...

Magnað!

Nafnlaus sagði...

heheeh alger snilld:)

Nafnlaus sagði...

Ég er hrærð og tel það til mikilla virðinga að vera undir nafninu "rumfélaginn" á blogginu þínu :) Afskaplega stolt af því.

Gott blogg hjá þér! Stundum mætti halda að maður kynnstist aldrei eins mörgum íslendingum og þegar maður er erlendis :) Tær snilld.