þriðjudagur, maí 31, 2005

Þriðjudagskvöld

Ég er orðin svo meir á gamals aldri. Áðan var teiknimynd í sjónvarpinu um kettling sem var veiddur af rottum sem svo ætluðu að elda greyið í smjördegi. Ég meikaði ekki að sjá hann þarna innbundinn og mjálmandi litla greyið og skipti um stöð. Samt vissi ég allveg að pabbi hans myndi koma og bjarga honum og veiða rotturnar. Núna er ég að horfa á Sex and the City á þýsku, það er allveg ágætt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og talar Mr. Big ekki eins og þýskur ofurleðurteknóhommi?

Ýrr sagði...

Er það ekki meYr? (stafsetningarlöggan mætt á svæðið)

Iss, þú ert ekkert meyr, bara viðkvæm fyrir ofbeldi gegn köttum.

Anna sagði...

Svona rosalega!