Hér á eftir fer frásögn af vorferðalagi háskólakórs Háskóla Íslands vorið 2005. Frásögnin verður í formi stuttra minningabrota og væntanlega engum til gagns nema undirrituðum og nokkrum öðrum sem actually muna eftir ferðinni. Til þess að skilja það sem hér fer á eftir skal haft í huga að fyrsit viðkomustaður á þessu ferðalagi var áfengisverslunin Heiðrún, þar sem furðu lostnir starfsmenn fylgdust með tæplega 25 einstaklingum tæma hillurnar af bjór kl 11 á þriðjudagsmorgni.
Hefst þá frásögnin...
Heiðrún...fyrsti bjórinn opnaður um kl 11:30. Selfoss þar sem við mættum fyrst í röðina í Bónus (Selfyssingar versla í hádeginu) og hittum Þengil, vorum nærri búin að kippa honum með í Olís búningi og allt...keyri keyri...einhver lítill bær á suðurlandi...keyri keyri...stopp í Skaftafelli, þar sem kórbræður mínir reyndu samviskusamlega að nefbrjóta mig, þess má einnig geta að þarna sást til sólar í síðasta sinn alla ferðina....keyri keyri...HÖFN Í HORNAFIRÐI...gistiheimili "Hér má ekki hafa hátt" wtf!!!...lausn: 23 fyllibittur og ég grilluðum hamborgara á tjaldstæðinu í frosti og roki (gat varla borðað fyrir köldum fingrum) og þar á eftir djamm, já það má margt gera við 15 fm kofa, tvær kojur og gítar, ótrúlega skemmtilegt kvöld...
Daginn eftir var "Jón Bakari" í miðbænum aðal pleisið...sumir keyptu gúmmískó og aðrir keyptu vetrarföt...rútuferð um sveitir Hornafjarðar með Dúdda vini hans Tuma...svo lööööng æfing...svo sund...svo urðum við næstum of sein á okkar eigin tónleika...kvöldmatur og djamm (what else?)...maðurinn á bak við tjöldin "þú blæst og ég geri hljóðið" (you had to be there)...þarna var líka pool borð, þar sem sumir sýndu snildar takta, aðrir ekki...drykkjuleikur...og gítar...djammað fram til morguns með INNFÆDDUM, ég var reyndar farin heim að sofa en sá myndirnar...
"Ég er svo andskoti þunnur" já þau voru ansi glær greyin, en ég var hin hressasta...eftir slatta af þynnkumat var haldið af stað í merkilega skemmtilega rútuferð, svona miðað við...hreindýr...keyri keyri...eurovisionprepp...pylsa með pítusósu!!!... Eiðar...skrítin lykt...ofsalega var Selma í skrítnum fötum...en Moldavía komst áfram, jey...um þetta leiti byrjaði að snjóa...seinna tókst mér að draga ýmislegt uppúr Sigga og lærði pínu í eðlisfræði...svo dönsuðum við vals og svoleiðis dansa...dansi dansi...spjalli spjalli...ótrúlega skipurlagðar tiltektir framkvæmdar af mér Karíusi og Baktusi...
Sund á Egilstöðum þar voru börn í sundtímum, undarlegt gums í pottunum og gleraugu gufuðu upp á dularfullan hátt, (sundlaugarstarfsmenn eru allstaðar eins)...krúttlegt kaffihús með franskri súkulaðiköku mmm...AFHVERJU ER SNJÓBILUR Í VORFERÐALAGI????...fólk að spila á píanóið, fólk að sofa, fólk að elda, ping pong...burritos...spjall...flétta hár...syngja...meira ping pong...twister, hló svooo mikið...PIPAR steik...eldhúspartí...
Ræs kl 10 og brottför kl 11 (þ.e 12:30 á kór tíma) en fyrst þurftum við að taka til og svona...og Hannes kenndi mér ping pong...keyri keyri...austurland var hálf eyðilegt...svófum mikið í rútunni...bláa lónið í mývatnssveit, þar var ótrúlega gaman, fyrst datt ég ofan í lónið og svo leið næstum yfir mig þegar ég var komin uppúr, grænt fer mér víst ekki...sveitin hans Hannesar og loksins fékk ég að klappa lömbunum (sjá mynd) og svo saug belja á mér handleggin, veit ekki hvort var skemtilegra. Áður en við fórum þaðan átum við fólkið á bænum út á gaddinn og sungum í staðin...hin fagra Akureyri...KA heimilið og Greifinn...fylgdumst með stigagjöf yfir pizzu hlaðborði, þar sem ég ein hélt samvisku samlega með Moldavíu og fagnaði þeim gífurlega...djamm í KA heimilinu...hver sagði að íþróttir og áfengi fari illa saman???...
sváfum öll í einni kös og vöknuðum kl 10 um morguninn við innrás lítilla KAinga og mæðra þeirra...ég var búin að gleyma hvað mér er illa við íþróttakennara...sem betur fer hafði einhver haft rænu á að taka saman bjórdósirnar áður...keyra heim...á leiðinni var ýmist sofið eða horft á Simpsons, (snild að hafa sjónvarp í rútu) og þegar við keyrðum inn í Reykjavík kom aftur sól.
sunnudagur, maí 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
mjög sterk piparsteik - elduð af tiltölulega sterkum einstakling..
"einstakling" eða "einstaklingi"
arg! eg er ekki alveg í málfræðistuði núna.. :(
þú skilur samt hvað ég á við
ps. ein besta frammistaða í tiltekt sem sést hefur á austurlandi.. örugglega!!
Og þó víðar væri leitað!
það er kúl að segtja pítusósu á pylsu
Skrifa ummæli