Ég er allavega farin að halda að ég geti ekki búið á kattarlausu heimili. Kötturinn Njáll, stundum kallaður mús, er kominn í pössun út vikuna á meðan ég ferðast um landið, þó ég fari reyndar ekki strax, og ég sakna hans voðalega. Það er ekki það að ég geti ekki farið frá dýrinu mínu, ég get það vel, en mér finnst verra þegar hann fer frá mér.
Hér er allt svo tómlegt, enginn til að kúra hjá og það versta er að nú hef ég enga skýringu á öllum húsa hljóðunum í íbúðinni. Venjulega, þegar ég heyri ókunnug hljóð á nóttunni kenni ég honum bara um og held ró minni. Ef svo vill til að elsku krúttið liggur við hlið mér þegar óhljóðin heyrast get ég fljótt séð á viðbrögðum hans hvort það er eitthvað sem þarf að athuga betur.
Það er nefnilega betra að búa einn í risíbúð með ketti heldur en ekki!
mánudagur, maí 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli