mánudagur, maí 09, 2005

First day back

BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Geta bogmannsins til þess að útskýra fyrir eða kenna ungu fólki þessa dagana er meiri en ella. Hann skilur hvað knýr aðra og kann að höfða til þeirra samkvæmt því. - mbl.is

Eftir daginn í dag get ég sagt með fullri vissu (vissu sem ég hafði reyndar áður) að stjörnuspár eru kjaftæði!!!
Á tímabili hélt ég að ég myndi gefast upp. En ég komst í gegn um daginn að lokum og nú kúri ég undir sæng yfir sjónvarpinu og verð örugglega sofnuð um níuleitið. Mér er illt í fótunum og í bakinu, ég er komin með hálsbólgu allt þetta eftir einn dag.
Stundum velti ég því fyrir mér afhverju ég er að þessu.

Oh well, maður gerir ýmislegt fyrir sjö knús á dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thu att ad fara a www.spamadur.is
Thar eru godar stjornuspar! tessar hja mogganum eru alger rugl ;)