...og afþví að ég er orðin heilaþvegin af leikskóla vinnu.
Grýlukvæði
Lag og ljóð: Hrekkjusvín
Nú er hún Grýla dauð.
Hún gafst upp á að róla sér á róluvöllunum.
Það vildi enginn gefa henni brauð
og hún fékk engan frið fyrir öskuköllunum.
Sem tæma allar öskutunnur
svo tómur er Grýlumunnur
sem tæma allar öskutunnur
svo Grýla fær ekki neitt.
Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust
af öllum kröftum hærra en nokkur annar má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á
þá sleppti hún taki og flaug um loftin blá.
Grýla hún lenti upp í Esju
og núna er hún bara til í barnabókunum.
Líka í leiðurum blaða
til að hræða fólk frá hærri og meiri kaupkröfum.
Grýla gamla er steindauð
og Leppalúði líka.
Krakkar og öskukallar
ráku þau á braut.
Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust
af öllum kröftum hærra en nokkur annar má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á
þá sleppti hún taki og flaug um loftin blá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Allgjör snilld enginn spurning. Líka lagið með Lygarmerki á tánum!!! Hrekkjusvínin rúlla sko!
hahahahahah snilld
Skrifa ummæli