Það er ekki um að villast, stíflað nef, vökvafyllt eyru, sár í hálsi, enginn hiti as of yet, en ég hef nú heldur ekkkert verið að gá að því. Ég veit svo sem ekki afhveju þetta kemur mér á óvart, ég verð alltaf veik eftir bæði vor og jólapróf.
Þess fyrir utan er lífið bara ansi gott og skemmtilegt; afmælisveisla á fimmtudaginn, leikhús á föstudaginn, matarboð í gær (dísus það var svo gott, ég fékk gæs og ég vissi ekki að gæs gæti verið svona góð, og sósan!!! sósan var bara allveg yndisleg). Svo fæ ég aftur fínt að borða í dag, aðalfundur á morgun (á eftir upptökum sem ég er ekki viss um að ég geti tekið þátt í) og aðalatriðið VORFERÐALAGIÐ eftir tvo daga.
Endalaus gleði og skemmtun, en þið verðið að fara varlega, maður gæti farið að halda að maður sé eftirsóttur félagsskapur.
Annars er ég aðalega hér til þess að vekja athygli á því að klukkan er 8:50 á sunnudagsmorgni og ég er vöknuð!!! Þar að auki líður mér eins og ég hafi sofið út. Life is good, life is grand.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Farðu nú vel með þig svo þú komist í upptökur á morgun!!! Algjört möst!
Ummm hljómar vel - ég ætla að vakna snemma á morgun til að gera ekki neitt af viti ;)
Skrifa ummæli