Eins mikið og ég hef nú kvartað og kveinað yfir þessu asnalega námi mínu, sem hefur valdið því að sunnudagar hafa verið ömurlegustu dagar vikunar í allan vetur, virðist það hafa haft áhrif á getu mína og færni í í dönsku, eins og það átti að gera.
Þessu geri ég mér nú grein fyrir þar sem ég sit og horfi á Matador í þrjúhundruðastaogfjórðaskipti til að kikkstarta heilanum fyrir prófin sem ég er að fara í á morgun og hinn.
Ég sem hélt að ég kynni þessa þættu fram og til baka frá byrjun til enda, en nei! Enn eru ófá gullkornin sem ég hef ekki náð að grípa, yhh hvor jeg glæder mig!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli