mánudagur, desember 03, 2007

Óskalisti.

Ég á afmæli eftir 10 daga, vei! Af því tilefni var ég beðin um að gera óskalista eins og ég hef gert á hverju ári. Ég var því að fara yfir óskalistann minn frá því í fyrra og gladdist óskaplega yfir því hvað það marg borgar sig að gera svona lista. Ég fekk nefnilega meirilutann af því sem var á honum, og vel það. Ég mun t.d aldrei þurfa að kaupa mér augnskugga framar.

Allavega, það er kominn nýr listi hér til hliðar, sem ég mæli með að þið (pabbi og mamma aðalega sko) lítið yfir.

Hvað langar ykkur í?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður að gefa upp stærð á fötum

Pabbi

Anna sagði...

nehei!

Nafnlaus sagði...

hahaha .... :D
jebb ég þarf nú ekki að hafa áhyggjur af þessu ...*flaut* :)

Anna sagði...

Ætlarðu að gefa mér síma?!!

Nafnlaus sagði...

Snilld að setja svona upp óskalista. Það hjálpar manni mikið sko! Kannski hefðu bara allir aftur gefið þér augnskugga og þá sætirðu uppi með tvöfaldar lífstíðar byrgðir!

Ásdís sagði...

Fitukanna ??? til hvers er hún ?

Anna sagði...

til að skilja frá fituna úr soðinu sem kemur þegar maður steikir kjöt. Þá losnar maður við fituna úr sósunni þegar maður er að elda mjög feitt kjöt.