- Ísskápurinn bilaði
- Ísskápurinn dó
- Eldhúsveggurinn myglaði
- Það var keyrt yfir hjólið mitt og það beyglaðist
- Hjólið mitt gafst upp og dó (eftir að ég var búin að borga fyrir að gera við það!!!!)
- Gamla tölvan mín dó
- Nýja tölvan mín bilaði (og er enn)
- Bíllin sem við vorum á í sumar bræddi úr sér uppá heiði, við vorum í honum at the time.
- Það var keyrt á næsta bíl sem við fengum og Hákon rétt slapp við að verða á milli.
- Svo voru það náttúrulega samantkin ráð hinna og þessara stofnanna af hafa af okkur peninga.
Það hefði svo sem ekki verið svo slæmt ef þessi óheppni hefði takmarkast við okkur en okkar nánustu hafa líka fengið að kenna á því, svo ég vil ekki heyra neitt um að við höfum þó allavega heilsuna og bla bla bla. Persónulega er ég bara fegin að allir sluppu lifandi.
Það gerðist nú samt eitthvað gott, þó það týnist svolítið í myrkrinu. Við Hákon bjuggum saman í heilt ár og tókst bara ágætlega upp, erum m.a.s. að hugsa um að halda því bara áfram. Hitt sem er samt merkilegast að þrátt fyrir óheppnina þá tókst okkur Rannvigu að skrifa og skila BA ritgerð án nokkrs drama sem er nú bara ekkert sjálfgefið miðað við þær sögur sem ég hef heyrt.
Allavega...
Áramóta heiti næsta árs er því að hafa lista yfir góða atburði lengri nærsta gamlársdag (og helst stytta þann slæma, er samt ekkert skilyrði) og ég er strax farinn að plana hvernig ég ætla að gera það.
Gleðilegt nýtt ár.
4 ummæli:
Ég er þess full viss að þetta verður betra ár en það síðasta!
Mig langaði svo að setja athugasemd við Pamellu í Dallas færsluna, en það er ekki hægt svo ég set hana bara hér!
Málið var náttúrlega, af hverju viltu ekki vera Pamella í Dallas?
er með lagið á heilanum. Hún átti nú ekki skemtilegt líf blessunun.
Er sko búin að vera að lesa mér til um Dallas því ég missti eginlega af því öllu.
Skrifa ummæli