fimmtudagur, janúar 25, 2007

Vörusvik!

Ég taldi mig hafa eignast nörd fyrir mann. Svona nördi sem hugsaði bara um klassíska tónlist, mat og súkkulaði og vildi alls ekki hafa kveikt á sónvarpinu á matmálstímum svo hann gæti átt athygli mína óskipta.
Nú er allt í einu þetta sama nörd farið að rjúka frá kvöldmatnum í tíma og ótíma til að "aðeins að tékka stöðuna" (íslensku leikirnir eru ekki sýndir í Danmörku) og emja og óa yfir fullorðnum karlmönnum sem hoppa og skoppa og kasta boltum í net af miklum móð. Maðurinn sem áður talaði um Bach og Schubert af miklum móð er nú allt í einu farinn að láta út úr sér setningar eins og "íslendingar eru að sýna snilldar takta" og "uss þetta var rosa færi!" og síðast en ekki síst "við keppum næst á laugardagin við slóvena".
Ég kannast ekki við að vera að fara að keppa við einn né neinn, því þrátt fyrir (og come to think of it kannski þess vegna) að vera af hinni alræmdu handbolta kynslóð í Hlíðanna, þá hef ég ekki senfil af áhuga fyrir þessu og þaðan af síður skiling. Var til dæmis rétt í þessu að komast að því að þetta er víst heimsmeistara keppni en ekki Evrópu keppni...eða var það öfugt?

Sem betur fer þá er evrópukepnin í listdansi á´skautum í gangi núna, svo ég horfi bara á það í staðin.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru ekki vörusvik heldur merki um gæði. Bjóddu manninn vekominn í hópinn

Pabbi

Nafnlaus sagði...

Veistu ég á við þetta sama vandamál að stríða Anna mín. Allt í einu er ekkert hægt að gera út af handboltanum. En svona eru víst karlmenn (veit ekki með gæðin ) en þetta er eins og mamma mín sagði við mig einu sinni þegar ég kvartaði yfir því að stundum fyndist mér eins og bóndi minn væri haldinn athyglisbresti vegna þess að hann mundi ekki eða hlustaði ekki á mig. Þá sagði mamma:"Gunnur mín, það hafa ALLIR karlmenn vott af athyglisbrest - ekkert við því að gera".
Kveðja, Gunnur
p.s. strákurinn okkar er enn ekki kominn í heiminn

Nafnlaus sagði...

Ég vil nú bara árétta það að það eru ekki bara karlmenn sem æpa og óa yfir handboltanum! Ég er búin að bíða spennt eftir þessar keppni og tókst í gær ásamt annarri góðri konu að kenna þeirri þriðju reglurnar í handbolta og setja sig inn í stemmninguna!! Og viti menn eftir fimm mínútur æpti hún manna hæst yfir leiknum við Pólverja í gær!

Ég held að þið þyrftuð bara ða komast í góðan hóp áhuga kvenna um handbolta og áður en þið vissuð af væru þið komnar á kaf í hróp og köll :)

Nafnlaus sagði...

anna ósk. skamm. þetta eru gamlir bekkjarbræður þínir og nágrannar (og sumir hverjir ansi ansi sætir og fínir og allt) ég er ekki hrifin af handbolta en þegar íslandi gengur vel þá fylgist maður með. okkur gengur aldrei vel en núna eigum við séns á að verða hm meistara (h stendur fyrir heims og m fyrir meistara) svo eru danir líka að keppa og gengur fínt. þannig að þú fylgist bara víst með því þú getur orðið heimsmeistari í tveimur löndum. sama virkar í júróvísjón, ef ísland floppar heldurðu bara með dk!

Ásdís sagði...

veistu .. ég þoli ekki hvað er alltaf mikið að íþróttum í sjónvarpinu.... en einhverra hluta vegna get ég alveg horft spent á heilan handboltaleik og hrópað og kallað....

Ýrr sagði...

Einmitt, segi eins og Hilla, það eru ekki bara karlmennirnir sem fylgjast spenntir með, því get ég lofað!

Ég get sko aldeilis fylgst spennt með, hoppað og hrópað, óað og æjað og allt þar á milli yfir þessum leikjum. Þetta er bara spurning um að lifa sig inn í hlutina stelpur. Prófiði einu sinni að lifa ykkur inn í svona leik, getur verið ótrúlega skemmtilegt.

ÁFRAM ÍSLAND!!

Anna sagði...

hmmm, handbolti er greinilega mjög alvarlegt mál, ég biðst afsökunar.

Aftur á móti vil ég taka það fram að ég var ekki að tala um alla karlmenn heldur bara þennan sem býr með mér. Þar að auki held ég að takmarkaður áhugi minn á íþróttum tengist því ekkert að ég er stelpa heldur kýs ég að kenna um of miklum handbolta í umhverfi mínu sem barn, að var sko ekkert grín að alast upp í hlíðunum á þessum tíma, boltar dynnjandi á manni úr öllum áttum.

Gunnur: ég býð spennt að sjá hvort hann líkist mér :-)

Nafnlaus sagði...

Ég skal vorkenna þér að hafa átt á hættu að fá boltan í hausinn hvenær sem er á uppvaxtar árunum!! ;)

Annar er hlaupin alvöru spenna í boltan, Ísland komið í 8. liða úrslit!

Eitt enn, er ekkert að frétt af danskri undankeppni í júróvísjon?

Anna sagði...

Jújú það var víst haldin undankepni um helgina þo hún hafi farið allveg framm hjá mér. Það eina sem ég veit er að nú eru þeir sem ekki komust áfram fúlir og kenna dönsku tólistarmafíunni um hvernig fór. Hún mun víst stjórna öllu.

Nafnlaus sagði...

Danska Evro keppnin er haldin á DR1 á föstudagskv og sést á Íslandi að sjálfsögðu (Fjölvarp). Keppni númer tvö núna á föstudag kl. 19.oo að mig minnir. Hún er helv. flott.