Hann Hákon var að kaupa sér úlpu, svona kæmpe* úlpu. Við köllum hana kæmpe úlpu vegna þess hversu svakaleg hún er í umfangi og vegna þess að í rauninni er hún ekki ein úlpa heldur tvær. Það er sum sé hægt að taka úlpið í sundur ef það er ekki mjög kalt og setja svo saman ef þannig viðrar. Hún er huge.
Mér finnst þetta afskaplega ágætt, bæði vegna þess að gamla úlpan var afskaplega sjúskuð og ljót, og líka vegna þess að ég hef fengið leyfi til að nota aðra hvora nýju úlpuna ef ég þarf að skjótast út í búð og nenni ekki að vesenast í kápuna.
Eitt hafði ég þó ekki séð fyrir sem gæti orðið vandamál og það er liturinn. Sjáið til sú nýja er nefnilega svört en sú gamla appelsínugul. Ekkert slæmt við það svosem, en ég sem er orðin svo vön því að þurfa bara að líta aðeins í kringum mig í margmenni og spotta hann strax í appelsínu getöpinu, tek bara ekki eftir honum lengur. Ég lennti tvisvar sinnum í því í dag að hreinlega týna manninum þó hann stæði við hliðina á mér!
Nú verð ég að kaupa á hann eitur græna húfu svo ég finni hann.
*danskt orðtak sem þýðir rosa, svaka og þ.h.
sunnudagur, janúar 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
En það er nú einmitt mjög Hákonarlegt að kaupa sér svona praktíska úlpu, þú hlýtur að venjast þessu fljótlega:O)
Ég var allveg steinhissa á að nýja úlpan væri ekki appelsínugul! Eins og appelsínugulaúlpan er nú fín :)
össs, mér finnst einmitt appelsínugula úlpan svo fín líka!
Stundum má líka ÞVO hluti sko.
En græna húfan verður þá bara að duga í bili :)
Það er nú ekkert búið að henda henni. Aðalega var henni skipt út því hún var svo skít köld alltaf.
En þetta er líka KÆMPE úlpa (svo var hún ekki til í lit, þá hefði hann öruglega keypt hana).
Það er gott að vita að appelsínugula úlpan er enn þá til! En ég gæti líka vel ímyndað mér að hún sé ekkert voðalega hlý.
En á ekki að setja inn mynd af fínu Kæmpe úlpunni góðu?
Skrifa ummæli