þriðjudagur, janúar 30, 2007

Changing of the guard

Hákon er byrjaður í skólanum, hann fer út klukkan sex á morgnana og kemur heim klukkan sex á kvöldin, á meðan ligg ég í rúminu fram eftir degi og læt mér leiðast. Þetta er reyndar ekki allveg eins og það átti að vera því ég ætlaði mér sko að stunda heimilisverk af miklum móð og launa honum þannig umönnunina á meðan ég var í prófum. To make a long story short, þá brást ég á fyrsta degi.
Þegar Hákon kom heim í gær var íbúðin pretty much i sama ástandi og hún var í þegar hann fór um morguninn og eftir að hafa horft í kringum sig í smá stund horfði hann á mig og spurði með glotti "hvað ert þú búin að vera að gera í dag?". Ég áttaði mig strax á því að þar sem það að lofta út í svefnherberginu af því að ég var við það að fá hausverk, teldist ekki beinlínis til húsverka ákvað ég að vera bara heiðarleg. Ég brosti því mínu blíðasta og sagði "nákvæmlega ekki rasgat"*.
Þetta var svosem allt í lagi, hann var ekkert reiður og svo tókum við bara til í eldhúsinu og ég bakaði pizzu á meðan hann vaskaði upp.

En í dag! í dag ætla ég sko að vaska upp sjálf...þessar tvær skálar sem hafa verið notaðar síðan í gær ;-)



*(Það er reyndar ekki allveg satt, ég fór mishepnaða ferð í nettó í eftirmiðdagin en þar var svo mikið kraðak að mér tókst ekki að kaupa annað en ost, poka af eplum og twix (handa mér). Svo raðaði ég líka órhreina leirtauinu í vaskinn svo það tæki ekki of mikið pláss.)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vertu þá eðalsæt og keyptu bjór og snakk fyrir kvöldið. og svo getur þóst hafa gaman af leiknum, þessi hlýtur að vera sýndur í tv, þetta er jú ísland - danmörk

Nafnlaus sagði...

Já þetta með tiltekt ekki þín besta hlið????

Danska Evro keppnin er haldin á DR1 á föstudagskv og sést á Íslandi að sjálfsögðu (Fjölvarp). Keppni númer tvö núna á föstudag kl. 19.oo að mig minnir. Hún er helv. flott.

Nafnlaus sagði...

Ég verð að kíkja í heimsókn til einhvers sem er með DR1 á föstudagskvöldum, það er allveg ljóst!

Anna sagði...

Ég fór nú bara út og keypti mér skó og horfði svo á leikinn með stelpunum.