mánudagur, október 03, 2005

Jibbí

Í nótt dreymdi mig að það væri lyfta í húsinu sem ég er að fara að flyja í. Þetta gladdi mig ósegjanlega þar sem ég ku vera að fara að flytja á FIMMTU HÆÐ!. Ég var ekki eins glöð þegar ég vaknaði og fattaði að draumurinn var draumur og á sem líkur ekkert skilt við raunveruleikann (eins og stjörnuspár, ég veit Siggi).
Ég geri semsagt ekki ráð fyrir því að þarna verði lyfta til að flytja mig og dóttið mitt upp í rjáfur en mun fljótlega komast að því...ég flyt um helgina!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Færðu að hafa með þér vindsængina? ÉG verð að hafa með mér extra birgðir af Ventolíni

Nafnlaus sagði...

æi mig langar að hjálpa þér að flytja!!

heli

Anna sagði...

Velkominn aftur Helgi minn, ég var farinn að sakna þín.
Annars getur verið að dótið mitt frá Íslandi komi einmitt á meðan þið eruð hérna svo hver veit hvernig það fer. Og ef ekki þá fer ég bara eina ferð í IKEA og kaupi eithvað sem þú mátt bera fyrir mig ;)

Ýrr sagði...

mig langar líka að hjálpa að flytja! Aðallega af því að svo er hægt að drekka bjór eftirá samt ... ;)

Anna sagði...

Já komdu, ég skal splæsa í bjór og pizzu!