fimmtudagur, október 27, 2005

Cherios í hádegin'og Cherios á kvöldin...

Ég er hætt að elda! Það er sóun bæði á tíma mínum og peningum að vera eithvað að koma nálægt mat í öðrum tilgangi en að borða hann.
Í fyrradag eldaði ég spagetti bolognese úr pakka, rétt sem Kristín eldaði handa okkur um daginn og var mjög góður hjá henni. Hjá mér bragðaðist þetta ...ja ekki eins vel. Það getur varið að það sé "eldhúsinu" að kenna, eða hrá efninu því ég hef ekki búið hérna nógu lengi til þess að hafa komið mér upp backup kryddum og dóti sem venjulega redda þessum aðstæðum fyrir horn. Svo á ég ekki heldur tómatsósu sem getur oft bjargað því sem bjargað verður, oft ekki alltaf.
Svo er málið líka að matur skemmist hjá mér og ég er komin með leið á því að henda peningum í ruslið.
So thats it. Cherios, mandarínur og gulrótarbrauð í kvöldmatinn.

I can't wait for christmas.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getur þú ekkert notað fína grillið?
Við Njáll erum hér við tölvuna að diskutera mat og höfum fundið það út að harðfiskur sé bara góður og einnig AB mjólk. Einnig höfum við í sameiningu fundið það út að þurr-kattarfæði frá framleiðanda sem ekki má nefna sé helv.... gott, en annað sem er "higly reccomended" og með fullt af gullmedalíum og megrandi sé vont. Hann hefur núna á hverjum degi úr þremur skálum af mat að velja. þ.v.s. Venjulegt, frá framleiðanda sem ekki má nefna, og gullverðlaunað. Giskaðu á hvað klárast fyrst???
Pabbi.

P.S. Hann skeyt mús.

Anna sagði...

Hvort myndir þú velja súkulaði eða gulrót?
Sveltu hann í nokkra daga þá verður þetta ekkert vandamál,

Ásdís sagði...

Við skulum elda fyrir þig þegar við komum!!

Ýrr sagði...

ég myndi borða BÆÐI borða gulrótina og súkkulaðið.

múahaha.

Og mér finnst tómatsósa ekki góð og ekki bjarga neinu.