fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Peningaþvottur

Ég týndi veskinu mínu í gær.
Ég leitaði og leitaði, ég leitað í eldhúsinu, ég leitaði í stofunni, ég leitaði í svefnherberginu mínu og inni á baði. Þegar ég fann ekki veskið fór ég í 11/11 og spurði hvort ég hefði gleymt því þar en svo var ekki. Þess vegna leitaði ég aftur í allri íbúðinni áður en ég fór út og leitaði í ruslinu, því ég er búin að vera svo dugleg að henda síðustu daga að mér datt helst í hug að veskið hefði farið með, en nei það var ekki þar.
Það var allt í þessu veski, öll skilríki og öll kort OG það sem mér þótti sárast var að sexþúsundkallinn sem Amma gaf mér og átti að fara til kaups á nýjum kodda var þarna líka.
Eins og gefur að skilja var ég ansi leið þegar ég fór að sofa í gær og var við það að gefast upp og hringja í bankann til að loka kortunum þegar ég fann veskið fyrir tilviljun ofaní þvottavélinni. Þá var ég búin að þvo að minnsta kosti tvær vélar síðan veskið tíndist.

3 ummæli:

Ýrr sagði...

...og hvernig var ástandið á innihaldinu???

Anna sagði...

Það er hreint.

Sex þúsundkallinn liggur til þerris á ofninum í stofunni og kortin glansa sem aldrei fyrr. Reyndar skolaðist undiskriftin af vísakortinu en ég get nú reddað því.

Já og svo fann ég fimmhundruðkall í þurkaranum stuttu seinna.

Eygló sagði...

hey má ég eiga þennan þurrkara ? ;)ekki amalegt að eiga þurrkara sem framleiðir fimmhundruð kalla :)