sunnudagur, ágúst 21, 2005

Fyrsta fullorðins menningarnóttin mín

Anna fer í ríkið og kaupir kassa af bjór...næstum því alveg sjálf.
Anna heldur grillveislu.
Anna heldur niður í bæ með Louísu vinkonu sinni.
Anna tekur út menningarskammtinn fyrir árið á sýningu listaháskólanemi í rammreykvískum bakgarði í ljósaskiptunum.
Anna kyssir ókunnugann mann tvisvar á munninn og þarf ekkert að borga fyrir.
Anna stendur með hvítvínsglas í sama garði, spjallar við Snjósu sína í síma og nýtur þess að vera í Reykjavík.
Anna og Louísa leiðast niður í bæ umvafðar í menningunni.
Anna fær kandífloss :)
Anna og Louísa fara á tónleika á hafnarbakkanum.
Anna og Louísa syngja og tralla með tónlistinni og láta alment eins og fífl.
Anna og Louísa skála í vatni og hvítvíni fyrir tíu ára afmæli menningarnætur.
Anna tekur ákvörðun um að láta spila brúðarmarssinn á rafmagnsgítar ef hún einhvertíman nennir að gifta sig.
Anna og Louísa horfa á flugeldasýningu.
Anna og Louísa ELSKA flugelda.
Anna og Louísa drukkna næstum því á leiðinni frá tjarnarbakkanum.
Anna og Louísa leita skjóls á kaffibarnum.
Anna og Louísa eignast vinkonu í klósettröðinni á kaffibarnum.
Anna og Louísa halda í Iðnó
Louísa kaupir meira hvítvín.
Anna fær pepsí.
Anna kaupir sig inn á Geirfuglana.
Anna kveður Louísu með virktum og þakkar henni fyrir kvöldið.
Louísa fer á vit nýrra ævintýra.
Anna, Harpa, og Hilla leggja undir sig klósettið í Iðnó.
Anna rifjar upp gamla tíma og leiðbeinir tónleikagestum um húsið.
Anna, Hilla, Harpa, Kristín og Erna dansa og dansa og syngja og hoppa og dansa í tæpa þrjá tíma, með einni vælitrúnó pásu.
Anna uppgvötvar að til er such a thing as rafmagnsmandólín og verður voða glöð.
Anna elskar Geirfuglana.
Anna verður vitni að merkilegum atburðum sem ekki verða hafði eftir hér en vöktu mikla athygli á leiðinni út af tónleikunum.
Anna og Harpa halda út í nóttina.
Anna og Harpa sjá Jamie Bell.
Jamie Bell er lítill
Anna skilur Hörpu eftir með Jamie og félögum og heldur heim á leið.
Anna lendir í leigubílaröðINNI og bíður þar í rúman klukkutíma með fullum fullum kalli sem var alltaf að reyna að stiðja sig við hana.
Anna kemst loksins heim í rúm.

Anna lofar sjálfri sér hátíðlega að fara aftur á Geirfuglatónleika og að mæta galvösk til leiks næstu menningarnótt, en vera þó búin að redda sér fari heim fyrirfram.

7 ummæli:

holyhills sagði...

er jamie bell sá sem lék Billy Elliot eða...?
annars ber að skamma þig fyrir að taka leigubíl þegar þú býrð svona nálægt miðbænum!

ja eða ekki..?

Anna sagði...

Anna er sammála og biðst afsökunar.

Erna María sagði...

Anna er yndisleg..

takk fyrir snilldarball, alveg ótrúlega gaman!

ég var samt alveg næstum því búin að hringja í "Hér og nú", "séð og heyrt" og DV og rukka fyrir atburðin í lok ballsins!!!
(úff þetta voru mörg "og")

Harpa Hrund sagði...

Þetta var slúður aldarinnar ég hef aldrei séð annað eins

Harpa Hrund sagði...

hahaha slúðrið var á forsíðu DV í gær - hringduð þið kannski hehehe ?

Nafnlaus sagði...

bra svo þú vitir enduðu ævintýri louie litlu í þingholtunum þar sem hún söng og sveiflaði regnhlífinni sinni (það væri löngu hætt að rigna) og saup hvítvín inn á milli. fann síðan mann til að fylgja sér heim, sem dró hana úr röð á nonnabátum sem hún réðst inní en hélt samt fram að það væri engin röð og stökk svo nánast á leigubíl sem hún ákvað að taka. s.s. snilldar menningarnótt. takk fyrir mig. muahhh.

louie

Anna sagði...

Nei þeir skulda mér pening, ég var búin að fatta þetta áður en nokkuð gerðist.